Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Meiriháttar ritstífla í gangi.......
Á að vera að skila fullkominni beinagrind að heimildaritgerð í íslensku í dag, en get ómögulega ákveðið mig um hvað ég eigi að skrifa. Ég má velja allt á milli himins og jarðar að báðu meðtöldu auk sólkerfisins og að ógleymdum alheiminum
Hef sjaldan haft svona mikið val og er ég mjög tvístígandi í þessu. Á ég að skrifa um naglaásetningar, Ferrari bíla, geitastofninn, fótbolta, íslenska fjárhundinn, unglinga og forvarnir, leiklist, sjúkdóma, forseta Íslands nú og þá, eða bara hvað ???????
Get engan vegin ákveðið mig, langar að skrifa um eitthvað allt annað en ég er að fást við í daglegu lífi, s.s. ekki um bleyjuskiptingar, fótboltaáhugamenn, elliglöp, þvottavélar, eldamennsku, umbúnað á rúmum og þessháttar
Ætti samt kannski bara að taka eitthvað fyrir sem ég þekki ágætlega og veit alveg nákvæmlega hvar ég get náð mér í heimildir fyrir því, æji ég veit það ekki
En það kemur í ljós, á ekki að skila þessu fyrr en í kvöld, þannig að það hlýtur að reddast, ef ekki fyrir árshátíð þá bara eftir hana eða í nótt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.