Rétta grillið vonandi á leiðinni.

Hringdi í N1 í gær til að athuga hvort að þeir ættu ekki grillið ennþá sem mig langaði svo í, en viti menn það var ekki til í bænum Frown hafði verið sett á útsölu um daginn til að klára byrgðarnar frá því í fyrra.

Ég í öngum mínum skæli í manninum í símanum og segi honum ofan og neðan af því sem farið hafði fram á milli mín og Húsasmiðjunnar Halo Hann vorkenndi mér svo sárlega að hann leitaði betur í tölvukerfinu og á lagernum og gat að lokum fundið 3 grill. Þau voru reyndar uppsett og höfðu verið til sýnis í fyrra eða eitthvað, en þau væru á mjög góðum afslætti.

Ég spyr hann náttúrulega strax hvar á landinu grillin séu Happy og fæ að vita að þau séu á Akureyri, í Þorlákshöfn og í Grindavík. Hann gefur mér svo samband við Akureyri og ég fæ að vita að þar séu síðasta grillið frátekið Errm Í Þorlákshöfn svarar enginn (og hann segir ekki neitt.) og ég prófa í Grindavík, þar er á tali, svo að ég prófa aftur í Þorlákshöfn. Þar er sama sagan og á Akureyri, síðasta grillið er brennimerkt einhverjum í þorpinu Crying

Eftir margar margar margar tilraunir næ ég loksins í gegn í Grindavík og maðurinn sem þar svarar segist ekki getað gefið mér neinar upplýsingar, þar sem hann vinni ekki hjá N1, hann eigi bara húsnæðið sem þeir eru í. Hann gefur mér samt símanúmerið hjá afgreiðslumanni hjá N1 og ég fer að hringja þangað Sideways Þar er á tali í rúman hálftíma og ég var alveg viss um að það væri einhver akkúrat á þeirri mínútunni að taka frá grillið Frown Það fór þó svo að grillið var enn til þegar ég náði inn og það er núna á leiðinni með Skutlunni til Reykjavíkur þar sem það fer svo með Landflutningum heim í Búðardal í kvöld eða á morgun W00t

Ohhhh hvað ég hlakka til, mér líður eins og ég sé að fara á blind date. Það er svona sambland af spennu, óöryggi um hvort að ég kem nógu vel fyrir, kvíða um að þetta sé ekki rétta grillið og fleiri tilfinningum InLove

Húsasmiðjan er nú ekki enn búin að endurgreiða mér, en það hlítur að gerast von bráðar. Yndislegi maðurinn hjá N1 í Grindavík sendi grillið af stað án þess að vera búinn að fá það borgað Kissing Ég legg inn hjá honum um leið og greiðslan kemur frá Húsasmiðjunni. Ég ætlaði nú reyndar bara að símgreiða það, en hann kann það ekki. (elsku drengurinn) Blush

Ég ætti kannski að taka mig til og skrifa N1 langt og gott hrós- og þakkarbréf. Eða nei, þeir eiga það ekki skilið. Ég stíla allt á Gull-Grindvíkinginn.

En það sem er best af öllu af þessu er að grillið kostar rúmum 14.000 kr. minna en áður. Þannig að ég stórgræddi. En í staðin kemur reyndar heljarinnar símreikningur og flutningskostnaður, veit þar af leiðandi ekki hver lokatalan er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband