kominn tími á smá færslu

Páskarnir liðnir í "ró og spekt". Eða..... kannski ekki alveg þar sem Mikael Aron og Birna Rún eru ekki búin að vera neitt rosalega róleg þessa páskadaga.

Eyrún og Villi skelltu sér til Manchester á leik og Mikael var hjá okkur á meðan. Eyrún og Bergrós komu svo í dag að sækja kútinn og eru nýfarnar aftur. Mér fannst erfitt að kveðja þær, vont að vita af þeim einum á ferðinni í ekkert sérstaklega góðu veðri og eins hefði ég viljað hafa þær hjá mér aðeins lengur, nokkra daga eða svo. Vildi óska að ég byggi nær þeim og ég gæti hitt þær þegar mér eða þeim dettur í hug.

Það má líklega segja að við Ingvar séum orðin svolítið þreytt eftir þessa páskana, yfirleitt að vakna 2 x allar næturnar eða oftar og fengum bæði mjög takmarkað pláss í rúminu okkar. það verður því mjöööööög gott að leggjast uppí í kvöld eftir bað og kakóbolla. Fer í fyrra fallinu til að vera viss um að fá 5-7 tíma án barna undir sænginni. Það er nú samt voða kósý þegar þau koma uppí.... get ekki að því gert að mér finnst það.

En af grænmetis og ávaxtamálaum??????? Jah, þeir hjá ávaxtabílnum finnst líklega ekki taka því að svara svona landsbyggðarottu eins og mér, ég get líklegast bara etið það sem hent er til mín yfir heiðarnar úr flutningabílnum. (veit að það er ekki svo í öllum tilfellum, en stundum mætti halda það.)

óver en át.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband