Sælan búin.......

Ingvar búin í fæðingarorlofinu, ég og Birna orðnar tvær einar heima og ég að drukkna eftir að hann fór aftur í vinnuna í fyrradag. Hef ekki tíma til að greiða mér einu sinni. Er á fullu núna að klára ritgerðir í heilbrigðisfræði, íslensku og siðfræði, sem ég er reyndar búin að fá smá frest á og á að vera farin að lesa Goðafræðina á fullu. Uppgötvaði svo mér til mikillar skelfingar Frown að ég átti að vera búin að vinna gagnvirk verkefni og próf úr smásögu í ensku 1. apríl, en ekki 3. Devil eins og ég hélt, þannig að það dregst frá heildareinkunninni þar Woundering Vona bara að % stigin hafi ekki verið mörg fyrir þau verkefni Errm

Nú er ég svo sibbin Gasp að ég gæti bara alveg hallað mér útaf og steinsofnað í klukkutíma eða svo, ætti kannski bara að gera það á meðan Birna sefur. Ákvað að hafa hana inni núna vegna veðurst og kvefs sem hún fékk í sig enn og aftur. Hún fór í 18 mán. skoðun í gær sem Siggi læknir framkvæmdi, þar sem hjúkkan var ekki á staðnum, en ég var nú ekkert að kvarta yfir því...... Whistling En það sem kom út úr skoðuninni var bara gott, hún er orðin 79 og hálfur cm og 10,8 kg eða svo. Hún er með alveg eðlilegan þroska og er bara mjög dugleg eins og við vissum náttúrulega bara alveg, þurftum sko ekki lækni til að segja okkur það.

En svo er hún vonandi alveg að komast að í leikskólanum, hún er næsta barn inn, það eru bara smá vandræði í starfsmannamálum, svo að hún þarf að bíða smá. En þetta kemur fljótlega vona ég, hún er farin að þurfa á því að halda að hitta önnur börn og svona. Hún er farin að borða að mestu alveg sjálf og gengur bara ótrúlega vel, hún getur klætt sig úr flestu og í sumt, þó það snúi ekki alltaf rétt.  Við þurfum ekki að fá okkur páfagauk, þar sem við erum með hermikráku á heimilinu og apar hún allt eftir okkur. Henni þykir endalaust vænt um bróður sinn og honum um hana og þau eru voða góð saman þegar þau taka sig til. Hann er duglegur í skólanum og hér heima er hann alltaf eins, glettinn og gamansamur.

Læt þetta duga í bili, best að nýta verðmætan, hljóðan og rólegan tíma til ritgerðarsmíða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband