Færsluflokkur: Bloggar

banvænir sjúklingar???

Síðan hvenær var farið að bólusetja gegn banvænum sjúklingum?

 

 


mbl.is Ljúga til um fjölda bólusettra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétta grillið vonandi á leiðinni.

Hringdi í N1 í gær til að athuga hvort að þeir ættu ekki grillið ennþá sem mig langaði svo í, en viti menn það var ekki til í bænum Frown hafði verið sett á útsölu um daginn til að klára byrgðarnar frá því í fyrra.

Ég í öngum mínum skæli í manninum í símanum og segi honum ofan og neðan af því sem farið hafði fram á milli mín og Húsasmiðjunnar Halo Hann vorkenndi mér svo sárlega að hann leitaði betur í tölvukerfinu og á lagernum og gat að lokum fundið 3 grill. Þau voru reyndar uppsett og höfðu verið til sýnis í fyrra eða eitthvað, en þau væru á mjög góðum afslætti.

Ég spyr hann náttúrulega strax hvar á landinu grillin séu Happy og fæ að vita að þau séu á Akureyri, í Þorlákshöfn og í Grindavík. Hann gefur mér svo samband við Akureyri og ég fæ að vita að þar séu síðasta grillið frátekið Errm Í Þorlákshöfn svarar enginn (og hann segir ekki neitt.) og ég prófa í Grindavík, þar er á tali, svo að ég prófa aftur í Þorlákshöfn. Þar er sama sagan og á Akureyri, síðasta grillið er brennimerkt einhverjum í þorpinu Crying

Eftir margar margar margar tilraunir næ ég loksins í gegn í Grindavík og maðurinn sem þar svarar segist ekki getað gefið mér neinar upplýsingar, þar sem hann vinni ekki hjá N1, hann eigi bara húsnæðið sem þeir eru í. Hann gefur mér samt símanúmerið hjá afgreiðslumanni hjá N1 og ég fer að hringja þangað Sideways Þar er á tali í rúman hálftíma og ég var alveg viss um að það væri einhver akkúrat á þeirri mínútunni að taka frá grillið Frown Það fór þó svo að grillið var enn til þegar ég náði inn og það er núna á leiðinni með Skutlunni til Reykjavíkur þar sem það fer svo með Landflutningum heim í Búðardal í kvöld eða á morgun W00t

Ohhhh hvað ég hlakka til, mér líður eins og ég sé að fara á blind date. Það er svona sambland af spennu, óöryggi um hvort að ég kem nógu vel fyrir, kvíða um að þetta sé ekki rétta grillið og fleiri tilfinningum InLove

Húsasmiðjan er nú ekki enn búin að endurgreiða mér, en það hlítur að gerast von bráðar. Yndislegi maðurinn hjá N1 í Grindavík sendi grillið af stað án þess að vera búinn að fá það borgað Kissing Ég legg inn hjá honum um leið og greiðslan kemur frá Húsasmiðjunni. Ég ætlaði nú reyndar bara að símgreiða það, en hann kann það ekki. (elsku drengurinn) Blush

Ég ætti kannski að taka mig til og skrifa N1 langt og gott hrós- og þakkarbréf. Eða nei, þeir eiga það ekki skilið. Ég stíla allt á Gull-Grindvíkinginn.

En það sem er best af öllu af þessu er að grillið kostar rúmum 14.000 kr. minna en áður. Þannig að ég stórgræddi. En í staðin kemur reyndar heljarinnar símreikningur og flutningskostnaður, veit þar af leiðandi ekki hver lokatalan er.

 


eru ekki allir í strumpastuuuuuuuði

Ég er það allavega, fékk svar við kvörtunarbréfinu sem ég skrifaði í gær til Húsasmiðjunnar vegna þess að mér var selt allt annað grill heldur en ég ætlaði að kaupa. Lenti í þvílíkum leiðinda samtölum æ ofan í æ við sölumann og deildarstjóra sem reyndu sitt besta til að sannfæra mig um að þetta væri sama grillið, en það sjá það allir sjáandi, nærsýnir, fjarsýnir, svartsýnir og bjartsýnir að þetta er ekki og getur aldrei orðið sama grillið. Þó þeir segi það hundraðáttatíu og sex sinnum.

En í tilefni dagsins, þar sem ég vakna í svo ágætu skapi og skapið batnar bara þegar ég hef sest niður og lesið póstinn minn. Og þar sem helgin hefur farið að miklu leiti í pirring og glötuð símtöl, þá ákvað ég að taka strumpaprófið og niðurstaðan var þessi.

 

You have a JOKEY SMURF personality!
Jokey Smurf

Annars er ekkert að frétta, öll tengdafjölskyldan var hér í gærkvöldi samankomin í grillveislu. Ég grillaði lamb og kjúlla á gamla góða kolagrillinu sem við fengum í brúðkaupsgjöf frá fyrrnefndri fjölskyldu. Það er nú að verða 5 ára gamalt og hefur séð sinn fífil fegurri. Sama hvað hefur gengið á með vindum og éljum, hefur grillið þurft að standa úti eða liggja, stundum á kafi í snjóskafli og er þar af leiðandi farið að láta á sjá og ýmislegt farið að hrjá það.

En maturinn var alveg ágætur þó ég segi sjálf frá, þó að sumar kjötsneiðarnar hafi brunnið örlítið á meðan ég las upp kvörtunarritgerðina mína til Húsasmiðjunnar fyrir gestina.

Kveð að sinni.


Sælan búin.......

Ingvar búin í fæðingarorlofinu, ég og Birna orðnar tvær einar heima og ég að drukkna eftir að hann fór aftur í vinnuna í fyrradag. Hef ekki tíma til að greiða mér einu sinni. Er á fullu núna að klára ritgerðir í heilbrigðisfræði, íslensku og siðfræði, sem ég er reyndar búin að fá smá frest á og á að vera farin að lesa Goðafræðina á fullu. Uppgötvaði svo mér til mikillar skelfingar Frown að ég átti að vera búin að vinna gagnvirk verkefni og próf úr smásögu í ensku 1. apríl, en ekki 3. Devil eins og ég hélt, þannig að það dregst frá heildareinkunninni þar Woundering Vona bara að % stigin hafi ekki verið mörg fyrir þau verkefni Errm

Nú er ég svo sibbin Gasp að ég gæti bara alveg hallað mér útaf og steinsofnað í klukkutíma eða svo, ætti kannski bara að gera það á meðan Birna sefur. Ákvað að hafa hana inni núna vegna veðurst og kvefs sem hún fékk í sig enn og aftur. Hún fór í 18 mán. skoðun í gær sem Siggi læknir framkvæmdi, þar sem hjúkkan var ekki á staðnum, en ég var nú ekkert að kvarta yfir því...... Whistling En það sem kom út úr skoðuninni var bara gott, hún er orðin 79 og hálfur cm og 10,8 kg eða svo. Hún er með alveg eðlilegan þroska og er bara mjög dugleg eins og við vissum náttúrulega bara alveg, þurftum sko ekki lækni til að segja okkur það.

En svo er hún vonandi alveg að komast að í leikskólanum, hún er næsta barn inn, það eru bara smá vandræði í starfsmannamálum, svo að hún þarf að bíða smá. En þetta kemur fljótlega vona ég, hún er farin að þurfa á því að halda að hitta önnur börn og svona. Hún er farin að borða að mestu alveg sjálf og gengur bara ótrúlega vel, hún getur klætt sig úr flestu og í sumt, þó það snúi ekki alltaf rétt.  Við þurfum ekki að fá okkur páfagauk, þar sem við erum með hermikráku á heimilinu og apar hún allt eftir okkur. Henni þykir endalaust vænt um bróður sinn og honum um hana og þau eru voða góð saman þegar þau taka sig til. Hann er duglegur í skólanum og hér heima er hann alltaf eins, glettinn og gamansamur.

Læt þetta duga í bili, best að nýta verðmætan, hljóðan og rólegan tíma til ritgerðarsmíða.

 


kominn tími á smá færslu

Páskarnir liðnir í "ró og spekt". Eða..... kannski ekki alveg þar sem Mikael Aron og Birna Rún eru ekki búin að vera neitt rosalega róleg þessa páskadaga.

Eyrún og Villi skelltu sér til Manchester á leik og Mikael var hjá okkur á meðan. Eyrún og Bergrós komu svo í dag að sækja kútinn og eru nýfarnar aftur. Mér fannst erfitt að kveðja þær, vont að vita af þeim einum á ferðinni í ekkert sérstaklega góðu veðri og eins hefði ég viljað hafa þær hjá mér aðeins lengur, nokkra daga eða svo. Vildi óska að ég byggi nær þeim og ég gæti hitt þær þegar mér eða þeim dettur í hug.

Það má líklega segja að við Ingvar séum orðin svolítið þreytt eftir þessa páskana, yfirleitt að vakna 2 x allar næturnar eða oftar og fengum bæði mjög takmarkað pláss í rúminu okkar. það verður því mjöööööög gott að leggjast uppí í kvöld eftir bað og kakóbolla. Fer í fyrra fallinu til að vera viss um að fá 5-7 tíma án barna undir sænginni. Það er nú samt voða kósý þegar þau koma uppí.... get ekki að því gert að mér finnst það.

En af grænmetis og ávaxtamálaum??????? Jah, þeir hjá ávaxtabílnum finnst líklega ekki taka því að svara svona landsbyggðarottu eins og mér, ég get líklegast bara etið það sem hent er til mín yfir heiðarnar úr flutningabílnum. (veit að það er ekki svo í öllum tilfellum, en stundum mætti halda það.)

óver en át.

 


Ekkert svar....

Bráðum vika síðan ég sendi Ávaxtabílnum mail og enn hef ég ekkert svar fengið, er farin að velta fyrir mér möguleikanum og fjáröflunarleiðunum til byggingar á gróðurhúsi og kaupum á því sem þarf til þess að starta batteríinu. Er hreint út sagt að gefast upp á þessu, langar að geta valið mér girnilegt og ferskt grænmeti án þess að þurfa að keyra a.m.k. 60 km. til þess.


Ég óska eftir girnilegu, safaríku, fjölbreyttu grænmeti og ávöxtum.

Bara svona ef einhver er að framleiða slíkt. Virðist ekki vera hægt að fá grænmeti og ávexti hér í &/#&#"&$!"/#&$% Búðardal nema í undantekningartilfellum snemma á föstudagsmorgnum og eitthvað fram eftir degi. En ég tek það fram, það er ekki nýtt grænmeti, kannski hér jú, en af lagernum í bænum??? NEI.

Ég tók mig til áðan og skrifaði ávaxtabílnum mail í von um að þeir sendi út á land til einstaklinga sem sjá ekki grænmeti og ávexti nema á harðahlaupum út úr kjörbúðinni af myglu.

Já ég er orðin nett pirruð á þessu. Mér leiðist að þurfa að sækja mér heillegan lauk ofan í fulla körfu af spíruðum. Mér leiðist að þurfa að leita að einni heilli papriku innan um fulla körfu af illa krumpuðum og mygluðum. Mér leiðist að reyna að finna mér óskemmt epli í fullri körfu af götóttum, brúnum og mjúkum. Mér finnst þetta ekki einu sinni hundum bjóðandi sumt af því sem þarna er. Hver vill kaupa gulrætur sem liggja í gulrótarsafa ónýtra gulróta, eða salathaus sem er smurður grænu slími og er vægast sagt ljótur.

Ég veit að útlitið skiptir ekki öllu máli, heldur það sem býr hið innra, en þegar maður hefur rekið sig á það 871 sinni að maturinn er skemmdur sem maður er að kaupa, hættir maður að nenna að standa í því að reyna að versla í heimabyggð.

Þá er ég búin að pústa smá hér og viti menn mér líður ekkert betur. Ég hef talað nokkrum sinnum við starfsfólkið um þetta og vita þær alveg af þessu og finnst þetta jafn leiðinlegt og mér. En grænmetið kemur bara mjög aldrað til þeirra. Hef líka kvartað yfir þessu til hærri setta í bænum hjá Samkaupum en þeir vilja ekki kannast við að gamalt hráefni sé sent út á land. Humpf. En hvað þá um allar stæðurnar sem koma inn á milli með hinum og þessum vörum sem eru alveg að vera útrunnar í bænum einhversstaðar. Og útsöluvörurnar úr öðrum búðum sem sendar eru hingað og reynt að selja hér, (ég segi nú ekki á uppsprengdu verði, þar sem ég veit ekkert um það og ætla mér ekki að fara að verða ósanngjörn á opnum vef.)

En annars er allt ágætt að frétta. Ingvar enn heima og við ekki komin með ógeð á hvoru öðru, þótt við séum búin að vera saman í áratug.

Leikfélagsfundur í kvöld og vona ég að sem flestir mæti svo að hægt verði að fara að æfa, ég býst nú samt við að ég þurfi að snúa upp á handlegginn á nokkrum í viðbót.

Verið sæl.

 


Helgin liðin

Já og alveg stórskrýtið að sitja í sófanum og Ingvar við hliðina á mér alveg sallarólegur, venjulega á leiðinni í háttinn um þetta leiti á sunnudagskvöldum enda vinna morguninn eftir kl. 6. En ekki núna.

Það var bara yndislegt að fara í Munaðarnes, Eggert Kári vissi ekkert hvert við vorum að fara, nema það að hann átti að taka með sér sundfötin og eitthvað. Það var mjög gaman að sjá á honum svipinn þegar hann sá að við vorum að fara í sumarbústað.

Heiða kom til okkar á föstudagskvöldinu og fór á laugardagskvöld, hún ætlaði að fara fyrr um daginn, en þar sem við vorum með svo mikinn mat, fengum við hana til að vera ögn lengur til að hjálpa okkur með eitthvað af honum. Didda og Sófus komu líka á laugardeginum með Jón Grétar litla eða Lilla eins og Birna kallar hann og fengu þau sér kaffi með okkur og svona.

Það var stillt og gott veður og frekar hlýtt, allavega fann maður ekki mikið fyrir því að stíga upp úr heita pottinum sem auðvitað var notaður nokkrum sinnum.

Komum svo heim um tvö leitið í dag og svaf Birna á leiðinni, er svo búin að vera dauðþreytt núna seinni partinn þar sem bíltúrinn var svo stuttur.

Ég fann nú lítið fyrir því þar sem ég fór á fatakynningu hjá Heiðu og náði ég sko að eyði þónokkru þar....... seinni tíma vandamál hehe, en verslunarferðin tók jafnlangan tíma (ef ekki meiri) en það tekur mig að fara í Kringluna og Smáralindina. Þetta var líka mjög erfitt val, það þurfti að skoða, svo máta, svo velja, svo ákveða, svo fá bakþanka, svo máta aftur, svo velja aftur, svo útiloka, svo ákveða og svo máta einu sinni enn til að vera alveg viss um að vera að kaupa réttu flíkina. Ætli þetta sé svona þegar maður verslar í heimahúsi??? En hvað um það, ég kaupi mér alla vega ekki fleiri flíkur í þessum mánuði, ekki nema þá ég detti niður á einhverjar verulega flottar eða þægilegar.

Jæja best að hleypa karlinum aðeins í tölvuna fyrst að ég er ekki að gera neitt merkilegt, eins og að læra t.d.

Bæjó.


Lítið að gerast hvað????????

Skil ekki þegar fólk segir við mig á götu úti að það sé svo lítið að gerast hér í þessu sveitarfélagi. En ég hef alveg nóg að gera og vildi óska að ég gæti verið að gera meira, en til þess vantar mig annaðhvort að klóna mig eða miklu fleiri tíma í sólarhringinn. Já eða bara að fjölga vikudögunum um tvo, annar yrði að vera á milli sunnu- og mánudags.

En það sem ég veit um að hægt er að gera hér fyrir fullorðna er t.d.

Kirkjukórinn, æfingar á mánudagsköldum. Vorboðinn, æfingar á þriðjudögum. Badminton, æfingar á miðvikudögum og laugardögum. Mömmumorgnar á miðvikudögum. Fótbolti, æfingar á fimmtudögum, fyrst konur svo karlar. Leikfélagið, hittist á þriðjudögum núna þar til stífar æfingar fyrir Kubb og Stubb byrja. Fornleifafélagið er nýstofnað hér, hér er líka Víkingafélag, Sögufélag, Björgunarsveit, Lions, 2-3 kvenfélög og svo er ýmislegt annað í boði. Það vantar alltaf einhvern duglegan til að vera með skátastarf fyrir strákana og svo er ýmislegt hægt að finna uppá.

Ef fólk hefur ekki áhuga á því að stunda neina iðju eða að vera að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir sig sjálft og samfélagið á það bara ekkert að vera að kvarta.

Við familían erum að fara í sumarbústað um helgina í Munaðarnesi. Kerlan er að reyna að læra á fullu svo að hún fái ekki fríið í bakið, en gengur ekki alveg nógu vel, en svo ætlar hún líka að úrbeina hrygg og marinera, baka köku, búa til ostaköku og fara á skátafund sem og að pakka niður, því að hún er að fara á námskeið á morgun.

Gooootttt að Ingvar er í fæðingarorlofi þessa dagana, allur þvottur hreinn, gólfin ryksuguð og salernið það hreint að almenningur yrði feimin við að nota það.

Kveð í bili. KLÓA.


til hægri eða til vinstri

Helgin liðin og Bergrós og Mikael farin aftur til Reykjavíkur. Keyrði þau í gær á móti Eyrúnu í smá kafaldi og hálku. Öllu verra samt á leiðinni heim og mín alveg á síðustu stundu og gott betur en það í vinnuna.

Erfitt kvöld í vinnunni reyndar bara vegna leti og smá þreytu Gasp en allt gekk vel þrátt fyrir það og mér tókst að sjá lokaþáttinn af Glæpnum með einu og hálfu auga. Rosalegur endir sem skilur eftir sig milljón og fimmtíu spuriningar. Danir eru bara stórkostlegir þáttagerðamenn Woundering

Reglulega notalegt að vakna í morgun og vita það að Ingvar er heima í dag og verður MINN og krakkanna í heilan mánuð. Bara gaman að hugsa til þess að ég geti lært og lært og við tekið í gegn hjá okkur.

Eins þurfum við að fara að ákveða okkur hvað við ætlum að gera, ætlum við að fara til hægri eða ætlum við að fara til vinstri. Hvort er betra???

Læt ykkur vita seinna, farin að læra.

Og já ég er búin að ákveða að skrifa um heilabilun í ritgerðinni minni.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband