Lítið að gerast hvað????????

Skil ekki þegar fólk segir við mig á götu úti að það sé svo lítið að gerast hér í þessu sveitarfélagi. En ég hef alveg nóg að gera og vildi óska að ég gæti verið að gera meira, en til þess vantar mig annaðhvort að klóna mig eða miklu fleiri tíma í sólarhringinn. Já eða bara að fjölga vikudögunum um tvo, annar yrði að vera á milli sunnu- og mánudags.

En það sem ég veit um að hægt er að gera hér fyrir fullorðna er t.d.

Kirkjukórinn, æfingar á mánudagsköldum. Vorboðinn, æfingar á þriðjudögum. Badminton, æfingar á miðvikudögum og laugardögum. Mömmumorgnar á miðvikudögum. Fótbolti, æfingar á fimmtudögum, fyrst konur svo karlar. Leikfélagið, hittist á þriðjudögum núna þar til stífar æfingar fyrir Kubb og Stubb byrja. Fornleifafélagið er nýstofnað hér, hér er líka Víkingafélag, Sögufélag, Björgunarsveit, Lions, 2-3 kvenfélög og svo er ýmislegt annað í boði. Það vantar alltaf einhvern duglegan til að vera með skátastarf fyrir strákana og svo er ýmislegt hægt að finna uppá.

Ef fólk hefur ekki áhuga á því að stunda neina iðju eða að vera að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir sig sjálft og samfélagið á það bara ekkert að vera að kvarta.

Við familían erum að fara í sumarbústað um helgina í Munaðarnesi. Kerlan er að reyna að læra á fullu svo að hún fái ekki fríið í bakið, en gengur ekki alveg nógu vel, en svo ætlar hún líka að úrbeina hrygg og marinera, baka köku, búa til ostaköku og fara á skátafund sem og að pakka niður, því að hún er að fara á námskeið á morgun.

Gooootttt að Ingvar er í fæðingarorlofi þessa dagana, allur þvottur hreinn, gólfin ryksuguð og salernið það hreint að almenningur yrði feimin við að nota það.

Kveð í bili. KLÓA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband