Ennþá gelt og grísahljóð í hverju horni.

Familían enn geltandi og hryglandi með hor í nös og þyngsli í höfðinu. Bóndinn í vinnunni frá 5:30 - 17:30 þennan daginn og ég búin að sitja sveitt yfir námsbókunum í allan dag.

Eða það er nú ekki hægt að segja beint yfir námsbókunum, þar sem meirihlutinn af því námsefni sem ég þurfti fyrir þetta verkefni var á netinu. Ég varð að leita að því sjálf og hefur farið drjúgur tími í þá leit. Skil ekki alveg af hverju ég er látin kaupa allar þessar bækur dýrum dómi, en þarf svo að leita og leita sjálf á netinu eftir svörum og skilgreiningum um hitt og þetta.

Krakkarnir bara hressir þrátt fyrir kvefið og Eggert Kári orðinn mjög spenntur fyrir árshátíðinni sem verður í skólanum hans á fimmtudagskvöldið. Já ég þarf víst að baka köku fyrir það, en ég er enga stunda að skella einvherju í form.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, best að gefa gríslingunum að borða og svo er ég víst að fara á leikfélagsfund.

Hejhej.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband