Kvef og hósti

Kvef og hósti ógnar svefni manna hér á bænum, öll fjölskyldan með kvef og svo koma hryglur og kurr með allskyns öðrum óhljóðum sem enda svo í hóstakasti inn á milli. Krafturinn í þessu er misjafn hjá okkur, en yngsti einstakl. á heimilinu slær öllum við með fretgangi og þess háttar búkhljóðum í hóstaköstunum Blush En það er bara fyndið, líka af því að henni er sjálfri farið að finnast það. Henni finnst það alveg undur og stórmerki W00t þegar þessi hljóð koma frá henni og skellihlær, líka þegar hún ropar.

En þá er víst enn ein vinnuvikan byrjuð, þó að ég fari ekki í vinnu fyrr en á föstudaginn. Er bara í 50% starfi, sem telstu nú víst frekar mikið með 6 fögum í fjarnámi, heimili, tveimur börnum og eiginmanni. Það er nú bara svo að hann Ingvar er svo duglegur hér heima að ég hef næstum því alltaf nógan tíma fyrir þetta allt.

Hann vakti mig með blómum í gærdag, en eftir að hafa leyft honum að sofa aðeins út og eftir að hafa baðað krakkana lagði ég mig aðeins út af undir sæng og rotaðist ég með því sama og lá í roti í næstum 3 klst. Vaknaði svo við blómaangan og fallegt bros InLove Bara yndislegt.

Ég er bara nokkuð sátt við val Íslendinga á Eurovisionframlaginu sínu. Ekki það, mér fannst Guli hanskinn alveg frábær og eins fannst mér Hó hó hó lagið alveg ágætt, en það lag fannst mér reyndar ekki eins gott núna eins og í fyrsta sinnið sem ég heyrði það. Þannig að ég er eiginlega fegin að það komst ekki áfram, mér fannst þessi vöðvabúnt og hann litli Gillz eitthvað ekki vera að gera sig að þessu sinni. Guli hanskinn átti kannski ekki heima í aðalkeppninni, en það lag og sviðsetningin með því var sko alveg til þess að hrista svolítið upp í þessu hjá okkur og gera þetta skemmtilegra. Lagið með Regínu og Friðriki fannst még gott og eru þau með alveg ekta Eurovision-gen ef svo má kalla og eiga eftir að verða okkur til sóma. Vona bara að þau komst eitthvað áleiðis, allavega inn í aðalkeppnina.

Fórum í kaffi fjölskyldan til Diddu og Sófusar í gær, þar sem norðanmennirnir tveir Árni og Júlli höfðu skellt sér í bíltúr yfir Laxárdalsheiðina í góða veðrinu til að kíkja á mannskapinn og litla Jón Grétar. Það var mjög gaman að hitta þá og erum við ákveðin fjölskyldan að heimsækja þá í sumar að Tjörn.

Helgin upptalin og ég bara nokkuð sátt þegar ég lít til baka, verst bara að ég notaði lítinn tíma í lærdóm og aðeins of miklum tíma í eftirköst Þorrablótsins. En ég næ að laga það allt á tilsettum tíma.

Seeeeees.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband