of lítið rúm eða hvað.........

Við ætluðum nú að fá okkur nýtt rúm í janúar, en svo bara hefur ekki orðið af því enn. En það er alveg kominn tími til þess fyrir löngu.

Í nótt vorum við bara 5 sem deildum öllum 140 cm. sem við Ingvar reynum að kalla hjónarúmið, en aðrir fjölskyldumeðlimir vilja meina að sé fjölskyldurúmið já og gestarúmið líka. Við erum nú vön að sofa þar 4 svona eina og eina nótt, en það munar ótrúlega mikið um einn, þó að lítill sé Wink

Bergrós var sú eina sem tróð sér ekki með í náttfatapartýið í rúminu okkar í nótt, enda er hún að mestu leiti úthvíld.

Ég fór í Borgarnes í gær að sækja Bergrós og Mikael Aron, því að þau ætla að vera hjá okkur um helgina. Það er bara gaman að hafa þau og skemmtilegt að sjá Mikael og Birnu saman. Það var mikið fjör í gærkvöldi og morguninn er búinn að vera mjög líflegur. Hann er bara svo mikil rúsína að það hálfa væri nóg, sem og Birna. Hún reyndar allt í einu kallar hann alltaf Lilla núna, en hún veit alveg að hann heitir Aron. Það er bara að rugla hana að hún á vin sem heitir Villi, sem hún kallar alltaf Lilla. Verst að Mikael er pínuhræddur við Dídó, þannig að hann þorir ekkert mikið að hreyfa sig ef hún er nálægt.

Já alveg rétt, Ingvar er kominn í fæðingarorlof og verður þar af leiðandi heima allan mars mánuð. Þannig að það verður lúxuslíf á bænum og ég á eftir að hafa nógan tíma og frið til að læra og læra og læra. Svo kannski get ég kannski sofið út við og við.

Best að gefa ormunum eitthvað í gogginn.

 


Meiriháttar ritstífla í gangi.......

Á að vera að skila fullkominni beinagrind að heimildaritgerð í íslensku í dag, en get ómögulega ákveðið mig um hvað ég eigi að skrifa. Ég má velja allt á milli himins og jarðar að báðu meðtöldu auk sólkerfisins og að ógleymdum alheiminum Woundering

Hef sjaldan haft svona mikið val og er ég mjög tvístígandi í þessu. Á ég að skrifa um naglaásetningar, Ferrari bíla, geitastofninn, fótbolta, íslenska fjárhundinn, unglinga og forvarnir, leiklist, sjúkdóma, forseta Íslands nú og þá, eða bara hvað  Sideways   ???????

Get engan vegin ákveðið mig, langar að skrifa um eitthvað allt annað en ég er að fást við í daglegu lífi, s.s. ekki um bleyjuskiptingar, fótboltaáhugamenn, elliglöp, þvottavélar, eldamennsku, umbúnað á rúmum og þessháttar Undecided

Ætti samt kannski bara að taka eitthvað fyrir sem ég þekki ágætlega og veit alveg nákvæmlega hvar ég get náð mér í heimildir fyrir því, æji ég veit það ekki Errm

En það kemur í ljós, á ekki að skila þessu fyrr en í kvöld, þannig að það hlýtur að reddast, ef ekki fyrir árshátíð þá bara eftir hana eða í nótt Cool


Ennþá gelt og grísahljóð í hverju horni.

Familían enn geltandi og hryglandi með hor í nös og þyngsli í höfðinu. Bóndinn í vinnunni frá 5:30 - 17:30 þennan daginn og ég búin að sitja sveitt yfir námsbókunum í allan dag.

Eða það er nú ekki hægt að segja beint yfir námsbókunum, þar sem meirihlutinn af því námsefni sem ég þurfti fyrir þetta verkefni var á netinu. Ég varð að leita að því sjálf og hefur farið drjúgur tími í þá leit. Skil ekki alveg af hverju ég er látin kaupa allar þessar bækur dýrum dómi, en þarf svo að leita og leita sjálf á netinu eftir svörum og skilgreiningum um hitt og þetta.

Krakkarnir bara hressir þrátt fyrir kvefið og Eggert Kári orðinn mjög spenntur fyrir árshátíðinni sem verður í skólanum hans á fimmtudagskvöldið. Já ég þarf víst að baka köku fyrir það, en ég er enga stunda að skella einvherju í form.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, best að gefa gríslingunum að borða og svo er ég víst að fara á leikfélagsfund.

Hejhej.


Kvef og hósti

Kvef og hósti ógnar svefni manna hér á bænum, öll fjölskyldan með kvef og svo koma hryglur og kurr með allskyns öðrum óhljóðum sem enda svo í hóstakasti inn á milli. Krafturinn í þessu er misjafn hjá okkur, en yngsti einstakl. á heimilinu slær öllum við með fretgangi og þess háttar búkhljóðum í hóstaköstunum Blush En það er bara fyndið, líka af því að henni er sjálfri farið að finnast það. Henni finnst það alveg undur og stórmerki W00t þegar þessi hljóð koma frá henni og skellihlær, líka þegar hún ropar.

En þá er víst enn ein vinnuvikan byrjuð, þó að ég fari ekki í vinnu fyrr en á föstudaginn. Er bara í 50% starfi, sem telstu nú víst frekar mikið með 6 fögum í fjarnámi, heimili, tveimur börnum og eiginmanni. Það er nú bara svo að hann Ingvar er svo duglegur hér heima að ég hef næstum því alltaf nógan tíma fyrir þetta allt.

Hann vakti mig með blómum í gærdag, en eftir að hafa leyft honum að sofa aðeins út og eftir að hafa baðað krakkana lagði ég mig aðeins út af undir sæng og rotaðist ég með því sama og lá í roti í næstum 3 klst. Vaknaði svo við blómaangan og fallegt bros InLove Bara yndislegt.

Ég er bara nokkuð sátt við val Íslendinga á Eurovisionframlaginu sínu. Ekki það, mér fannst Guli hanskinn alveg frábær og eins fannst mér Hó hó hó lagið alveg ágætt, en það lag fannst mér reyndar ekki eins gott núna eins og í fyrsta sinnið sem ég heyrði það. Þannig að ég er eiginlega fegin að það komst ekki áfram, mér fannst þessi vöðvabúnt og hann litli Gillz eitthvað ekki vera að gera sig að þessu sinni. Guli hanskinn átti kannski ekki heima í aðalkeppninni, en það lag og sviðsetningin með því var sko alveg til þess að hrista svolítið upp í þessu hjá okkur og gera þetta skemmtilegra. Lagið með Regínu og Friðriki fannst még gott og eru þau með alveg ekta Eurovision-gen ef svo má kalla og eiga eftir að verða okkur til sóma. Vona bara að þau komst eitthvað áleiðis, allavega inn í aðalkeppnina.

Fórum í kaffi fjölskyldan til Diddu og Sófusar í gær, þar sem norðanmennirnir tveir Árni og Júlli höfðu skellt sér í bíltúr yfir Laxárdalsheiðina í góða veðrinu til að kíkja á mannskapinn og litla Jón Grétar. Það var mjög gaman að hitta þá og erum við ákveðin fjölskyldan að heimsækja þá í sumar að Tjörn.

Helgin upptalin og ég bara nokkuð sátt þegar ég lít til baka, verst bara að ég notaði lítinn tíma í lærdóm og aðeins of miklum tíma í eftirköst Þorrablótsins. En ég næ að laga það allt á tilsettum tíma.

Seeeeees.

 

 


Laugardagurinn laaaaaaaaangi

Já ég held að það sé óhætt að segja það að þetta verði svolítið langur laugardagur. Kerlan ekki alveg í sínu fínasta formi svona eftir gærkvöldið Halo en tölum ekkert meira um það.

Þorrablótið var bara alveg ágætt.

Maturinn súr og eitthvað af honum mjög illa lyktandi, sumt var bara alveg ágætt og annað reglulega gott. Ég reyndar borða ekkert af þessu súra og ekkert af þessu illalyktandi, en sviðasultan, flatkökurnar, hangikjötið, uppstúfurinn var bara mjög gott og harðfiskurinn algjört lostæti. Þannig að ég get nú ekki sagt að ég borði ekki þorramat.

Skemmtiatriðin voru mjög góð og annállinn skemmtilegur, veislustjórinn var reyndar ekkert voða skemmtilegur, en hann talaði mjög hægt og mjög OF mikið Gasp

Hljómsveitin var hin fínasta, enda hefur Stuðbandalagið alltaf tekist að halda uppi rífandi stemningu á böllum.

Saumaklúbburinn var í fínum gír og skemmtum við okkur allar bara alveg konunglega að ég held.

Jóhanna Lind skilaði mér heim rétt fyrir fimm í morgun og þegar ég var búin að fá mér mjólkurglas og tannbursta mig var ég ekki lengi að sofna á mínu græna eyra, bara gott að komast í rúmið sitt.

Ætla að fara að gera eitthvað af viti og skella í mig eins og 2-3 lítrum af vatni svona til að fylla á vökvabyrgðarnar aftur

 


Skildi það hafast að þessu sinni???

Nú er það stóra spurningin, hvort að mér gangi eitthvað með þessa síðu. Ég er nefnilega búin að prófa held ég tvisvar ef ekki þrisvar að stofna bloggsíðu en alltaf hætt eftir örskamman tíma. Það verður bara að koma í ljós hvernig gengur.

Í kvöld er stefnan tekin á Þorrablót Suðurdala í Árbliki með saumaklúbbnum. Í gær aftur á móti var ég á Þorrablóti eldri borgara á Silfurtúni. Já það er nú ekki út af því að mér finnst þessi þorramatur svona góður Sick nei þvert á móti. En það er alltaf gaman að fara út með skemmtilegu fólki og skiptir þá aldurinn engu máli.

Um helgina á svo að reyna að klára að tæma litla herbergið til að koma litlu ráðskonunni þar fyrir með allt sitt dót, sérstaklega hávaðadótið Shocking batteríin eru nú reyndar eitthvað farin að týnast úr þessu. Enda skil ég ekkert í ömmum og öfum sem gefa alltaf dót sem framkallar mjög mikinn hávaða í jóla- og afmælisgjafir.

Best að hafa þetta ekki lengra í bili, sjáum hvernig þetta kemur út.

Bæ bæ í bili.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband