of lítið rúm eða hvað.........

Við ætluðum nú að fá okkur nýtt rúm í janúar, en svo bara hefur ekki orðið af því enn. En það er alveg kominn tími til þess fyrir löngu.

Í nótt vorum við bara 5 sem deildum öllum 140 cm. sem við Ingvar reynum að kalla hjónarúmið, en aðrir fjölskyldumeðlimir vilja meina að sé fjölskyldurúmið já og gestarúmið líka. Við erum nú vön að sofa þar 4 svona eina og eina nótt, en það munar ótrúlega mikið um einn, þó að lítill sé Wink

Bergrós var sú eina sem tróð sér ekki með í náttfatapartýið í rúminu okkar í nótt, enda er hún að mestu leiti úthvíld.

Ég fór í Borgarnes í gær að sækja Bergrós og Mikael Aron, því að þau ætla að vera hjá okkur um helgina. Það er bara gaman að hafa þau og skemmtilegt að sjá Mikael og Birnu saman. Það var mikið fjör í gærkvöldi og morguninn er búinn að vera mjög líflegur. Hann er bara svo mikil rúsína að það hálfa væri nóg, sem og Birna. Hún reyndar allt í einu kallar hann alltaf Lilla núna, en hún veit alveg að hann heitir Aron. Það er bara að rugla hana að hún á vin sem heitir Villi, sem hún kallar alltaf Lilla. Verst að Mikael er pínuhræddur við Dídó, þannig að hann þorir ekkert mikið að hreyfa sig ef hún er nálægt.

Já alveg rétt, Ingvar er kominn í fæðingarorlof og verður þar af leiðandi heima allan mars mánuð. Þannig að það verður lúxuslíf á bænum og ég á eftir að hafa nógan tíma og frið til að læra og læra og læra. Svo kannski get ég kannski sofið út við og við.

Best að gefa ormunum eitthvað í gogginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband